Ólafur Árni Halldórsson

List og hönnun

Skáldskapur

Ljóð

Stolt nú í stuði

Stolt nú í stuði,
Geislum af gleði.
Syngjum öll saman og tökum nú á.
Reisum vort merki.
Flott ljónin lýsi,
stundum sem gleðja og virka svo vel.
Upp, upp, brettum við ermar.
Upp, upp, létta ljónasveit.
Mögnum meira stuðið.
Dönsum bara saman.
Vaskra, vina ljónasveit.

Lag "Öxar við ána..." 

Singing my song

Singing my song
Joyful and happy
Filled with the joy I got for my work
Raising our flag
Shining the symbol
Serving the people depending on us
Up, up lazy little Lions
Up, up do a little more
Rocking and rolling
Dancing all together
Gracious friends and Lion harts

Gyðjan mig vekur

Gyðjan mig vekur.
Leikur í ljósum.
Kveiktu á tölvu og takkana lemdu.
Farðu á fætur.
Þú verður að vinna.
Hrópar hún hátt og virðist svo reið.
Nú, nú , íslensku þýða
Nú, nú, enskuna skrifa
Hvílast skaltu seinna
Þá með sæng og kodda.
Hverfa, skal ég þér um stund.

Lionsandinn

Syngjum, syngjum svo eflist Lionsandinn.
Kætumst saman, þetta er gleðistund,
því af Lions er leystur margur vandinn.
Lið við leggjum oft á ögurstund.
Drottinn dregur þó drýgsta vagninn.
Margfalt mun Hann launa tímann minn.

Lag: S.S. Kaldalóns – Sigf. Einarss.
Á Sprengisandi
Ríðum, ríðum rekum yfir sandinn

Við leggjum lið

Leggðu nú liðveislu í landinu hér.
Ég veit að svo vel mun það fullnægja þér.
Þá verður þér ljóst að þitt líf er svo bjart.
Þú vægðarlaust vinnur með Lions svo margt.
Hæ! dúllía, dúllía! dúllía! da!
Hæ! dúllía, dúllía! dúllía! da!
Þá verður þér ljóst að þitt líf er svo bjart
Þú vægðarlaust vinnur með Lions svo margt.

Að starfa með Lions mun lífga þig við.
Við vinnum í kærleika að leggja öllum lið.
Svo margt þarf að gera og verkefnin mörg.
Sem sjálfboðaliðar við flytjum heil björg.
Hæ! dúllía, dúllía! dúllía! da!
Hæ! dúllía, dúllía! dúllía! da!
Svo margt þarf að gera og verkefnin mörg.
Sem sjálfboðaliðar við flytjum heil björg.

Lag: Það liggur svo makalaust ljómandi á mér